top of page
20241010 Valdimarsson31_DSC2098_edited.jpg

ÓMAR R. VALDIMARSSON

Ómar R. Valdimarsson er lögmaður með fjölþættan bakgrunn úr hinum alþjóðlega fjölmiðla- og viðskiptaheimi, sem spannar tvo áratugi. Hann lauk B.Sc.- gráðu í bæði Print Journalism og Broadcast Journalism frá Suffolk University/Emerson College í Boston í Bandaríkjunum árið 2002 og starfaði samhliða námi hjá DV og svo Fréttablaðinu. Eftir að náminu lauk stofnaði hann í kjölfarið Íslensk almannatengsl ehf., sem sinnti almannatengslaráðgjöf fyrir bæði innlend og alþjóðleg fyrirtæki. Ómar var eini fréttamaður Bloomberg News fréttaveitunnar á Íslandi frá árinu 2009-2017. 

Árið 2005 lauk Ómar MA- gráðu í International Relations and History frá London School of Economics, samhliða vinnu. Í kjölfar efnahagshrunsins fór hann aftur í nám og útskrifaðist hann árið 2013 frá Háskólanum í Reykjavík, þá með bæði BA- og ML-gráðu í lögfræði í farteskinu. Árið 2015 fékk Ómar réttindi til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi. ​

Þá fékk hann réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti 2021 og Hæstarétti Íslands 2024.

Hafðu samband við Ómar 

Sími: 517 - 3100

bottom of page