Lögmannsstofan
Valdimarsson
Síðan 2020
- Ekkert gjald er tekið fyrir fyrsta viðtal nýrra viðskiptavina með lögmanni og/eða lögfræðingi, þar sem kostur gefst á að fara yfir málið og kanna réttarstöðuna.
- Að fyrsta viðtalinu frátöldu eru verkefni ýmist tekin gegn greiðslu tímagjalds, sem er 32.900.- án virðisaukaskatts eða skv. sérstökum samningi um einstakt verkefni, sem getur kveðið á um hagsmunatengda þóknun eða lágmark/hámark tíma. Tímagjald stofunnar með virðisaukaskatti er 40.796.- krónur.
- Lágmarksgreiðsla þegar unnið er skv. tímagjaldi er fyrir sem nemur stundarfjórðungi en lágmarksútkall lögmanns/lögfræðings eru 4 klukkustundir.
- Greiddar eru 6.500 krónur fyrir styttri ferðir innan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir lengri ökuferðir og akstur utan höfuðborgarsvæðisins skal greiða 290 króna kílómetragjald. Annar ferðakostnaður s.s. flugmiðar og gisting greiðist skv. framlögðum reikningum með 15% álagi.
- Útlagður kostnaður, hverju nafni sem hann nefnist, s.s. matsgerðir, þjónusta mætingarmanna eða þingfestingargjöld, greiðist sérstaklega. Reikningar eru sendir út eftir framvindu einstakra verkefna og samhliða útgáfu þeirra eru stofnaðar kröfur í netbanka.
- Í málum er snúa að innheimtu bóta greiðir umbj. tímagjald en þó að lágmarki 15% af umkrafinni eða greiddri bótafjárhæð, hvort heldur er hærra, auk virðisaukaskatts og þess lögmannskostnaðar sem greiddur er af bótaskyldum aðila.
- Í málum sem varða sölu fasteigna, skipa, fyrirtækja eða lausafjármuna greiðir viðskiptavinur tímagjald en þó að lágmarki 2.5% af söluandvirðinu, auk virðisaukaskatts.
- Í málum sem varða innheimtu greiðir viðskiptavinur tímagjald en þó að lágmarki 15% af innheimtri fjárhæð auk virðisaukaskatts, nema sérstaklega sé samið um annað með skriflegum hætti.
- Í sakamálum dregst frá reikningi til umbj. sú upphæð sem greidd er úr ríkissjóði sem málsvarnarlaun.
- Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að kynna sér ákvæði verðskrár þessarar.