
EMILÍA GUÐBJÖRG MIKAELSDÓTTIR
Emilía Guðbjörg Mikaelsdóttir lauk B.Sc.-gráðu í viðskiptalögfræði og ML- gráðu frá Háskólanum á Bifröst með fyrstu einkunn. Lokaverkefni hennar til meistaragráðu fjallar um „Heimildir stjórnvalda til vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga.“ Meðfram námi sínu hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi misserisverkefni sem snéri að ,,réttarstöðu feðra gagnvart börnum sínum“ og einnig vegna rekstraráætlunar fyrirtækis í ferðaþjónustu sem var trúnaðarverkefni.
Emilía er altalandi á spænsku og ensku, að viðbættri íslensku, að sjálfsögðu. Hún er einnig talsmaður hjá Útlendingastofnun og hefur góða þekkingu á útlendingalögum og öðrum málefnum því tengdu. Hún hefur mikinn áhuga á sifjarétti og hefur lokið námskeiði í sáttamiðlun.
Emilía er umsjónarmaður Tjónið.is og sér til þess að öll slysamál stofunnar komist í réttan farveg. Hún hefur mikla reynslu af slysamálum og hefur aðstoðað marga við að kanna réttarstöðu sína, krefjast bóta og tryggja efndir.
Hún er mikil útivistarkona og vill helst fara í fjallgöngur, hjólreiðar, skíði eða golf.